Jorginho, leikmaður Arsenal, var spurður út í framtíð sína, en hann hefur verið orðaður við Flamengo í Brasilíu.
Jorginho er orðinn 33 ára gamall og rennur samningur miðjumannsins við Arsenal út í sumar.
„Óvæntir hlutir gerast reglulega í fótbolta en einbeiting mín er á næsta leik með Arsenal. Ég pæli ekkert í orðrómunum,“ sagði Jorginho.
Sem fyrr segir hefur Jorginho verið orðaður við Flamengo. Hann er einmitt fæddur í Brasilíu en er með ítalskt ríkisfang og spilar fyrir landsliðið þar.
„Það er möguleiki að snúa aftur til Brasilíu. Þær dyr eru opnar fyrir framtíðina,“ sagði hann.