Harry Kane, landsliðsfyrirliði Englands, hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína í gær.
Kane spilaði með Bayern Munchen gegn Feyenoord í Meistaradeildinni en næst síðasta umferðin fór fram.
Feyenoord kom mörgum á óvart og fór illa með Bayern en leiknum lauk með 3-0 sigri heimaliðsins.
Kane fær tvist til fjarka í einkunn fyrir sína frammistöðu sem hafði mjög slæm áhrif á Bayern í leiknum.
Þýsku risarnir eru nú í slæmum málum fyrir lokaumferðina og gætu vel verið á leið úr keppninni.