Ástæðan er sú að í öðrum leiknum í röð í mótinu, nú gegn Fjölni á þriðjudag í 2-2 jafntefli, tefldi Víkingur viljandi fram ólöglegum leikmanni. Um er að ræða Stíg Diljan Þórðarson, sem kom aftur til félagsins í vetur frá Triestina á Ítalíu.
Meira
Aftur sektaðir af KSÍ
„Víkingur er bara að leika sér að mótinu og það á bara að reka þá úr mótinu,“ sagði Mikael í Þungavigtinni.
Víkingur á einn leik eftir í Reykjavíkurmótinu, gegn Leikni á laugardag.
„Fyrir mér á bara að dæma Leikni sigur í þeim leik og Víkingar fá ekkert að mæta til leiks því þeir eru bara að gera lítið úr mótinu. Þeir eru að leika sér að því að mæta til leiks með ólöglegan leikmann. Þeir fá aftur 60 þúsund króna sekt. Finnst ykkur þetta bara í lagi? Að gera þetta tvisvar í röð, mér finnst þetta bara óvirðing.“
Hér að neðan má sjá eldræðu Mikaels, en þáttastjórnandinn Ríkharð Óskar Guðnason birti hana á samfélagsmiðilinn X.
Mækarinn vill Víkinga out í Rvk mótinu. Nýtt drop komið á https://t.co/MIoaJsfqRF pic.twitter.com/G40lxvxATQ
— Rikki G (@RikkiGje) January 23, 2025