Cole Palmer er ekki bara gjafmildur innan vallar heldur einnig utan hans og sannaði það í vikunni.
Palmer ákvað að gefa liðsfélaga sínum Tosin Adarabioyo rándýra gjöf eða strigaskó sem hann fékk frá Nike.
Um er að ræða eftirsótta skó sem bera heitið Travis Scott Jordan 1 Low og eru hluti af Air Jordan vörumerkinu.
Tosin seins og hann er yfirleitt kallaður komst á blað fyrir þremur dögum er Chelsea vann Wolves 3-1 í ensku úrvalsdeildinni.
Hann skoraði þá tvennu fyrir Chelsea gegn Morecambe í enska bikarnum en leikið var þann 11. janúar.
Cole Palmer gifted rare £400 Travis Scott Jordan 1 Low trainers to his teammate Tosin Adarabioyo 👏👟 pic.twitter.com/SgllfjGERa
— Mail Sport (@MailSport) January 22, 2025