Louis Saha, fyrrum leikmaður Manchester United, hvetur stjóra liðsins Ruben Amorim til að breyta um markvörð í næstu leikjum.
Saha er ekki hrifinn af kamerúnska landsliðsmarkverðinum Andre Onana sem hefur gert sig sekan um slæm mistök á tímabilinu.
Onana var alls ekki heillandi um helgina er United tapaði 3-1 gegn Brighton á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni.
,,Ef þú getur ekki tryggt það að þú munir ekki gera mistök þá ættirðu ekki að vera með öruggt sæti í byrjunarliðinu,“ sagði Saha.
,,Enginn leikmaður þarna ætti að fá sæti sitt gefins. Ef þú ert ekki með markvörð sem er að spila með sjálfstraust þá þarf hann samkeppni.“
,,Þessi frammistaða sem hann er að bjóða upp á er óásættanleg. Þetta er ekki eðlilegt.“