Landsliðskonan Alexandra Jóhannsdóttir er gengin í raðir Íslendingaliðs Kristianstad í Svíþjóð frá ítalska liðinu Fiorentina.
Alexandra skrifar undir samning til 2026 og hjá félaginu hittir hún þrjá aðra íslenska leikmenn Guðnýju Árnadóttur, Hlín Eiríksdóttur og Kötlu Tryggvadóttur.
Alexandra er 24 ára gömul og uppalin hjá Haukum. Hún lék svo einnig með Breiðabliki á Íslandi áður en hún hélt út í atvinnumennsku til Frankfurt, þaðan sem hún fór til Fiorentina 2022.
Miðjumaðurinn á að baki 49 A-landsleiki og hefur hún skorað 6 mörk í þeim.