Það virðist sem svo að aðeins eitt lið komi nú til greina sem næsti áfangastaður Marcus Rashford, fari hann frá Manchester United í þessum mánuði.
Samkvæmt enskum miðlum á Dortmund ekki efni á Rashford, en hann þénar um 325 þúsund pund á viku.
Þá hafði Rashford einnig verið mikið orðaður við AC Milan en eftir skipti Kyle Walker þangað frá Manchester City á ítalska félagið ekki lengur efni á að fá hann í þessum mánuði.
Það skilur eftir Barcelona. Það er einmitt félagið sem Rashford vill helst fara til samkvæmt helstu fréttum.
Fundur átti sér stað milli Börsunga og fulltrúa Rashford á þriðjudag, en ljóst er að Katalóníufélagið þarf líka að taka til í bókhaldinu til að eiga efni á Englendingnum.