Wilfried Zaha er genginn í raðir Charlotte FC í Bandaríkjunum á láni frá Galatasaray.
Hinn 32 ára gamli Zaha gekk í raðir Galatasaray frá Crystal Palace fyrir síðustu leiktíð, eftir mörg frábær ár í London. Vildi hann uppfylla þann draum sinn að spila í Meistaradeild Evrópu.
Það gekk þó ekki alveg sem skildi í Istanbúl og var Zaha lánaður til Lyon í Frakklandi í sumar. Þar fékk hann aðeins að byrja einn leik og hefur hann nú verið lánaður út á ný, til Charlotte.
Lánið gildir út árið 2025 og er möguleiki að framlengja það út næsta ár, eða þar til samningur Zaha við Galatasaray er runninn út.
Charlotte hafnaði í fimmta sæti Austurdeildarinnar í MLS í fyrra og datt úr leik í 16-liða úrslitum úrslitakeppninnar. Þess má geta að Dean Smith, fyrrum stjóri Aston Villa meðal annars, stýtir bandaríska liðinu.
A 𝐰𝐨𝐫𝐥𝐝 𝐜𝐥𝐚𝐬𝐬 𝐭𝐚𝐥𝐞𝐧𝐭 who has proven himself at the highest levels.
We have officially signed Wilfried Zaha on loan from @GalatasaraySK.
— Charlotte FC (@CharlotteFC) January 22, 2025