Manchester United vill bæta við sig framherja áður en félagaskiptaglugganum verður skellt í lás um mánaðarmótin. Fjögur nöfn eru á blaði.
Daily Mail segir frá þessu, en framherjar United, Rasmus Hojlund og Joshua Zirkzee, hafa valdið miklum vonbrigðum á Old Trafford.
Liðið er í tómu basli í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og vill Ruben Amorim styrkja framherjastöðuna fyrir átökin á seinni hluta leiktíðar.
Bryan Mbuemo hjá Brentford, Matheus Cunha hjá Wolves, Liam Delap hjá Ipswich og Jonathan David hjá Lille eru allir á blaði samkvæmt Daily Mail.
United þarf hins vegar að losa leikmenn vegna fjárhagsreglna og eru Marcus Rashford og Alejandro Garnacho nefndir í því samhengi. Báðir eru sterklega orðaðir frá félagin um þessar mundir.
Amorim vill einnig fá inn mann sem getur spilað vinstri vængbakvörð og þar er Patrick Dorgu hjá Lecce líklegur til að mæta á Old Trafford.