Ítalska félagið Lecce stendur fast á verðmiða sínum á Patrick Dorgu, skotmarki Manchester United. Sky Sports fjallar um málið.
Dorgu er tvítgugur vinstri bakvörður sem einnig getur spilað á köntunum. Myndi hann spila í vængbakverði í kerfi Ruben Amorim á Old Trafford.
Fyrsta tilboð United í Danann hljóðaði upp á 25,4 milljónir punda, auk 4,2 milljóna síðar meir. Lecce vill hins vegar fá um 38 milljónir punda fyrir hann.
Sjálfur er Dorgu mjög spenntur fyrir því að fara til United og eru allir aðilar bjartsýnir á að skiptin gangi í gegn.