Arne Slot, stjóri Liverpool, varð í gær aðeins annar stjórinn í sögu Meistaradeildar Evrópu til að vinna alla fyrstu sjö leiki sína við stjórnvölinn.
Liverpool vann Lille 2-1 í gær og er á toppi Meistaradeildarinnar með 21 stig, fullt hús eftir sjö leiki.
Slot, sem tók við Liverpool í sumar, er annar stjórinn sem vinnur fyrstu sjö leiki sína í Meistaradeildinni, á eftir Hansi Flick sem gerði það með Bayern Munchen eftir að hann tók við 2019.
Slot er einnig að gera frábæra hluti í ensku úrvalsdeildinni og er þar með Liverpool langefst í deildinni.
7 – Liverpool boss Arne Slot is only the second manager in UEFA Champions League history to win each of his first seven games in charge of a club, after Hansi Flick with Bayern Munich (won first seven between 2019-2021). Dominant. pic.twitter.com/vCNCtYYnE3
— OptaJoe (@OptaJoe) January 21, 2025