Sjö leikjum var að ljúka í Meistaradeild Evrópu og er 7. umferð deildarkeppninnar þar með lokið.
Það var stórleikur í París á milli liða sem hafa verið í brasi í keppninni í ár, PSG og Manchester City. Ekkert var skorað í fyrri hálfleik en mikið fjör var í þeim seinni. Jack Grealish og Erling Braut Haaland komu City í 0-2 með mörkum snemma í seinni hálfleik. Heimamenn svöruðu hins vegar um hæl með mörkum Ousmane Dembele og Bradley Barcola. Hinn ungi Joao Neves skoraði svo þriðja markið á 79. mínútu áður en Goncalo Ramos innsiglaði 4-2 sigur í lokin.
City er þar með í 25. sæti, utan sæti í umspili fyrir lokaumferð deildarkeppninnar og þarf nauðsynlega á sigri að halda gegn Club Brugge í lokaumferðinni. PSG rétt kemst í umspilið sem stendur.
Arsenal vann þá afar þægilegan 3-0 sigur á Dinamo Zagreb. Declan Rice kom liðinu yfir snemma leik og Kai Havertz tvöfaldaði forsytuna um miðjan seinni hálfleik, áður en Martin Ödegaard innsiglaði sigurinn í lokinn.
Real Madrid vann þá mikilvægan 5-1 sigur á RB Salzburg, þar sem Kylian Mbappe skoraði eitt marka liðsins en Rodrygo og Vinicius Junior sitt hvor tvö.
Bayern Munchen tapaði afar óvænt fyrir Feyenoord 3-0 og mistókst að koma sér á meðal efstu átta, sem sleppa við umspilið um sæti í 16-liða úrslitunum.
Úrslit kvöldsins
AC Milan 1-0 Girona
Arsenal 3-0 Dinamo Zagreb
Celtic 1-0 Young Boys
Feyenoord 3-0 Bayern Munchen
PSG 4-2 Manchester City
Real Madrid 5-1 RB Salzburg
Sparta Prag 0-1 Inter
Staðan í Meistaradeildinni: