fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433

Ótrúlegur leikur í París og City í verulegum vandræðum – Óvænt tap Bayern en þægilegt hjá Arsenal og Real Madrid

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. janúar 2025 22:08

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjö leikjum var að ljúka í Meistaradeild Evrópu og er 7. umferð deildarkeppninnar þar með lokið.

Það var stórleikur í París á milli liða sem hafa verið í brasi í keppninni í ár, PSG og Manchester City. Ekkert var skorað í fyrri hálfleik en mikið fjör var í þeim seinni. Jack Grealish og Erling Braut Haaland komu City í 0-2 með mörkum snemma í seinni hálfleik. Heimamenn svöruðu hins vegar um hæl með mörkum Ousmane Dembele og Bradley Barcola. Hinn ungi Joao Neves skoraði svo þriðja markið á 79. mínútu áður en Goncalo Ramos innsiglaði 4-2 sigur í lokin.

City er þar með í 25. sæti, utan sæti í umspili fyrir lokaumferð deildarkeppninnar og þarf nauðsynlega á sigri að halda gegn Club Brugge í lokaumferðinni. PSG rétt kemst í umspilið sem stendur.

Arsenal vann þá afar þægilegan 3-0 sigur á Dinamo Zagreb. Declan Rice kom liðinu yfir snemma leik og Kai Havertz tvöfaldaði forsytuna um miðjan seinni hálfleik, áður en Martin Ödegaard innsiglaði sigurinn í lokinn.

Real Madrid vann þá mikilvægan 5-1 sigur á RB Salzburg, þar sem Kylian Mbappe skoraði eitt marka liðsins en Rodrygo og Vinicius Junior sitt hvor tvö.

Bayern Munchen tapaði afar óvænt fyrir Feyenoord 3-0 og mistókst að koma sér á meðal efstu átta, sem sleppa við umspilið um sæti í 16-liða úrslitunum.

Úrslit kvöldsins
AC Milan 1-0 Girona
Arsenal 3-0 Dinamo Zagreb
Celtic 1-0 Young Boys
Feyenoord 3-0 Bayern Munchen
PSG 4-2 Manchester City
Real Madrid 5-1 RB Salzburg
Sparta Prag 0-1 Inter

Staðan í Meistaradeildinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Solskjær spurður út í tvo leikmenn United – Gaf skýr svör

Solskjær spurður út í tvo leikmenn United – Gaf skýr svör
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Goðsögn Manchester United skefur ekki af því – Vill að þessir átta leikmenn verði seldir

Goðsögn Manchester United skefur ekki af því – Vill að þessir átta leikmenn verði seldir
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fólk trúir ekki að hann hafi gert þetta á innsetningarhátíð Trump – Sjáðu myndbandið

Fólk trúir ekki að hann hafi gert þetta á innsetningarhátíð Trump – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Aftur sektaðir af KSÍ
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Áttu fund vegna Rashford – Þurfa að leysa þessi tvö mál svo skiptin gangi upp

Áttu fund vegna Rashford – Þurfa að leysa þessi tvö mál svo skiptin gangi upp
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum Liverpool-maðurinn fékk stígvélið

Fyrrum Liverpool-maðurinn fékk stígvélið
433Sport
Í gær

Spurður út í komu Rooney: ,,Nei, nei nei!“

Spurður út í komu Rooney: ,,Nei, nei nei!“
433Sport
Í gær

Baunar hressilega á Messi eftir að hann gerði þetta: Segir allt um hanns fagmennsku og menntun – Sjáðu myndbandið

Baunar hressilega á Messi eftir að hann gerði þetta: Segir allt um hanns fagmennsku og menntun – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

Ísland hefur leik í Portúgal á morgun

Ísland hefur leik í Portúgal á morgun
433Sport
Í gær

Telma til skoska stórliðsins

Telma til skoska stórliðsins