Það er komið víða við í upprifjun The Upshot á hneykslismálum í frönskum fótbolta, en síðan sérhæfir sig í því sem gerist utan vallar í íþróttum.
Það er byrjað í París, en lið Paris Saint-Germain innihélt nær eintómar stjörnur fyrir aðeins nokkrum árum. Hefur það breyst nokkuð síðan. Menn eins og Lionel Messi, Kylian Mbappe, Neymar og Sergio Ramos voru í liðinu.
Eftir tap gegn Bayern Munchen í Meistaradeildinni á Mbappe að hafa látið menn heyra það. Skipaði hann mönnum svo að sofa og borða vel í kjölfarið.
Neymar lét þetta sem vind um eyru þjóta og smellti sér í póker alla nóttina. Endaði hann nóttina svo á McDonalds, og allt komst upp.
Í næsta hneyskli sem tekið er fyrir beinast spjótin að franska knattspyrnusambandinu. Fyrrum forsetinn Noel Le Graet kom sér í klandur í byrjun árs 2023 fyrir óviðeigandi hegðun og kynferðislega áreitni í garð kvenkyns starfsfólks.
Sendi hann þeim til að mynda sóðaleg skilaboð og bauð hann þá tveimur þeirra út að borða, áður en 81 árs gamall maðurinn stakk upp á því að þau færu í trekant. Le Graet lét af störfum skömmu eftir ásakanirnar.
Frá franska knattspyrnusambandinu inn á klósett í Hreiðrinu í Nice, leikvangi sem Íslendingar þekkja vel. Það var þar sem íslenska karlalandsliðið sló út það enska í 16-liða úrslitum Evrópumótsins 2016.
Klámmyndband birtist nefnilega frá salerni vallarins eitt sinn á meðan Nice og Lile áttust við í frönsku úrvalsdeildinni. Félagið tók málið mjög alvarlega og setti af stað til að finna þau sem áttu í hlut.