Juventus hefur sóst eftir því að fá Renato Veiga á láni frá Chelsea.
Vinstri bakvörðurinn ungi hefur verið orðaður frá Chelsea undanfarið, en talið er að félagið sé opið fyrir að lána hann til að veita honum aukinn spiltíma.
Fleiri félög hafa áhuga, þar með talið Dortmund, en svo virðist sem Juventus sé líklegasti áfangastaður Veiga.
Veiga er 21 árs gamall Portúgali sem kom til Chelsea frá Basel í sumar.
🚨⚪️⚫️ Understand Juventus have sent loan proposal to Chelsea for Renato Veiga, after talks exclusively revealed last week.
Negotiations continue with 3 clubs in the race while Juventus are open to loan with no buy option clause included.
Juventus are currently ahead of BVB. pic.twitter.com/G1avbOOfuy
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 22, 2025