Kevin De Bruyne segist ekki hafa rætt við Manchester City um nýjan samning.
Samningur Belgans rennur út eftir leiktíðina og má hann þá fara frítt annað ef hann skrifar ekki undir.
„Ég hef ekki talað við þá sem stendur. Ég var að einbeita mér að því að ná mér og mér líður betur. Ég er ánægður,“ segir De Bruyne.
„Við sjáum hvað setur. Ég veit allavega að sama hvar ég verð skrifa ég ekki undir tíu ára samning. Ég er ekki að stressa mig mikið á þessu,“ segir hann enn fremur, en Erling Braut Haaland skrifaði undir tæplega tíu ára samning við City á dögunum.
Hinn 33 ára gamli De Bruyne var lengi vel algjör lykilmaður hjá City en hefur glímt mikið við meiðsli undanfarna mánuði.