Það er ljóst að varnarmaðurinn Murillo er ekki á förum frá Nottingham Forest í janúar eða þá í sumar.
Þessi öflugi Brassi hefur krotað undir nýjan samning við Forest sem gildir til ársins 2029.
Þetta staðfesti Forest í gær en hann hefur verið orðaður við lið bæði í ensku úrvalsdeildinni og á Spáni.
Murillo er miðvörður og hefur leikið með Forest undanfarin tvö ár en hann kom til félagsins frá Brasilíu.
Forest er í Meistaradeildarbaráttu og gerði allt til þess að halda þessum öfluga leikmanni í sínum röðum.