Emmanuel Petit, sem lék til að mynda með Arsenal og Chelsea á Englandi, gerði hálf vandræðaleg mistök í beinni útsendingu í gær.
Hann var mættur sem gestur í Monday Night Football, vinsælan þátt á Sky Sports, og var þar farið um víðan völl. Pat Rice, fyrrum aðstoðarmaður Arsene Wenger hjá Arsenal, barst meðal annars í tal.
Það virðist sem svo að Petit hafi haldið að Rice væri látinn, en svo er nefnilega alls ekki. „Hvíldu í friði,“ sagði Frakkinn í þættinum, en síðar var tekið fram að hinn 75 ára gamli Rice væri sprelllifandi.
„Fyrirgefðu Pat! Ég ruglaðist og gerði mistök, fyrirgefðu,“ sagði Petit.
Rice var hjá Arsenal í fleiri áratugi. Var hann þar sem leikmaður og lék hátt í 400 leiki frá 1967 til 1980. Hann fór að þjálfa hjá félaginu eftir að ferlinum lauk 1984 og var þar allt til 2012.
#Petit just said rest in peace to Pat Rice… have I missed something!? #Arsenal pic.twitter.com/tNo4n9qFzK
— Christopher Price (@ChrisPrice_86) January 20, 2025