Fulltrúar félaga í Sádi-Arabíu hafa sett sig í samband við Vinicius Junior, stjörnu Real Madrid, á nýjan leik.
ESPN segir frá þessu, en Sádarnir reyndu einnig við Brasilíumanninn í sumar. Síðan voru viðræður settar á bið en fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu, sem á félög í deildinni, hefur nú sett sig í samband við fulltrúa Vinicius.
Sádar hafa þegar stækkað deild sína mikið með því að fá stórstjörnur til liðs við sig fyrir háar fjárhæðir. Vilja þeir taka deildina skrefinu lengra og sækja stórstjörnu eins og Vinicius á besta aldri.
Vinicius er 24 ára gamall og ein skærasta stjarnan í Evrópuboltanum, en hann er samningsbundinn Real Madrid til 2027.