Hákon Arnar Haraldsson er í byrjunarliði Lille sem spilar við Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld.
Frönsku risarnir eiga fyrir höndum erfitt verkefni en Liverpool teflir fram virkilega sterku liði á Anfield.
Byssur á borð við Mohmaed Salah, Virgil van Dijk, Alisson, Luis diaz og Ryan Gravenberch eru allir í byrjunarliðinu.
Liverpool er þó að hvíla nokkra lykilmenn en Trent alexander arnold, Cody Gakpo, Ibrahima Konate, Alexis Mac Allister og Andy Robertson eru allir á bekknum.
Flautað er til leiks klukkan 20:00 í kvöld.