fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
433Sport

Fleiri félög á eftir Rashford – Þyrftu að taka hressilega til í bókhaldinu

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. janúar 2025 09:10

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barcelona og Monaco eru á eftir Marcus Rashford, leikmanni Manchester United, ef marka má nýjustu fréttir.

Rashford er á förum frá United í þessum mánuði þar sem hann er algjörlega úti í kuldanum hjá stjóranum Ruben Amorim.

AC Milan og Dortmund hafa undanfarið verið hvað helst nefnd sem hans líklegustu áfangastaðir en fleiri félög eru komin í umræðuna.

Spænska blaðið Sport segir að Börsungar vilji ólmir fá Rashford og að félagið leiði meira að segja kapphlaupið um hann.

Vandi Barcelona er þó fjárhagslegur, en Rashford er með yfir 300 þúsund pund á viku og félagið þarf að hreinsa hressilega til í bókhaldinu til að ráða við þann pakka.

Breska blaðið The Sun segir Monaco þá einnig mjög áhugasamt. Félagið er þá fjársterkt og gæti ráðið við launapakka Rashford að fullu.

Ekki er víst hvort Rashford fari frá United á láni til að byrja með eða endanlega, takist honum að koma sér frá Old Trafford í þessum mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu gæshúðarmyndband: Falleg stund hjá Strákunum okkar og stuðningsmönnum í höllinni í kvöld

Sjáðu gæshúðarmyndband: Falleg stund hjá Strákunum okkar og stuðningsmönnum í höllinni í kvöld
Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Djöfull sem maður hafði saknað þess“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Djöfull sem maður hafði saknað þess“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Chelsea tryggir sér leikmann fyrir næstu leiktíð

Chelsea tryggir sér leikmann fyrir næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ganga að verðmiða United – Kaupin gætu klárast í dag

Ganga að verðmiða United – Kaupin gætu klárast í dag
433Sport
Í gær

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu
433Sport
Í gær

Fyrrum liðsfélagi ýtir undir fréttirnar af Gyokeres og United

Fyrrum liðsfélagi ýtir undir fréttirnar af Gyokeres og United