Arsenal skoðar þann möguleika að fá Evan Ferguson á láni frá Brighton í félagaskiptaglugganum í þessum mánuði.
Blaðamaðurinn Ben Jacobs segir frá þessu og nefnir tvo aðra sem eru á blaði hjá Arsenal, sem er í framherjaleit fyrir seinni hluta tímabilsins.
Hinn tvítugi Ferguson var fyrir ekki svo löngu síðan talið gríðarlegt efni en hefur ekki tekist að fylgja eftir frábæru gengi frá því hann var að stíga sín fyrstu skref með Brighton á sínum tíma.
Brighton sér hann þó enn sem leikmann fyrir framtíðina en er opið fyrir því að lána hann í þessum mánuði. Arsenal, Leicester og West Ham hafa öll áhuga.
Arsenal getur þó ekki fengið fleiri leikmenn á láni innan úrvalsdeildarinnar sem stendur. Raheem Sterling er á láni frá Chelsea og markvörðurinn Neto frá Bournemouth. Skytturnar geta ekki rift samningi Sterling í janúar en það kemur hins vegar til greina með Neto, eða þá að kaupa hann alfarið. Neto hefur þó ekki enn spilað mínútu fyrir Arsenal.
Jacobs nefnir þá einnig hinn afar eftirsótta Benjamin Sesko hjá RB Leipzig sem möguleika fyrir Arsenal. Það er þó líklegra að hann fari í sumar
Einnig er Igor Jesus hjá Botafogo sagður möguleiki fyrir Arsenal.
Arsenal assessing striker options for January.
Strong interest in Benjamin Sesko but likely a summer saga.
Evan Ferguson of interest if Brighton sanction an exit but Arsenal have to buy or send Neto back. Raheem Sterling’s loan does not have a January break clause.
Botafogo’s… pic.twitter.com/6KEZXhDTPx
— Ben Jacobs (@JacobsBen) January 20, 2025