Strákur að nafni Cavan Sullivan gerir sér vonir um að spila á HM á næsta ári þrátt fyrir að vera aðeins 15 ára gamall.
Sullivan er bandarískur og á að baki landsleiki fyrir yngri landsliðin en hann er á mála hjá Philadelphia Union.
Hann hefur spilað aðalliðsleiki fyrir Philadelphia þrátt fyrir ungan aldur en fyrsti landsleikurinn er enn ekki kominn.
Sullivan verður 16 ára gamall er HM fer fram á næsta ári en er samt vongóður um að hann fái tækifærið.
,,Markmiðið mitt er að spila á HM 2026 í heimalandinu, auðvitað væri það klikkað afrek,“ sagði Sullivan.
,,Ég verð aðeins 16 ára gamall en það er allt mögulegt og ég held að ég geti náð þeim áfanga.“