Tottenham ætlar sér ekki að reka Ange Postecoglou úr stjórastarfinu þrátt fyrir afleitt gengi undanfarið. Telegraph segir frá.
Tottenham fór vel af stað undir stjórn Ástralans á síðustu leiktíð en svo fór að halla undan fæti og þetta tímabil hefur verið skelfilegt. Liðið situr í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Mikið hefur verið rætt og ritað um að hiti sé á Postecoglou en samvæmt Telegraph standa æðstu menn hjá Tottenham þétt við bakið á honum.
Enn fremur kemur fram að þeir sýni genginu skilning í ljósi þeirra miklu meiðslavandræða sem hafa verið hjá liði Postecoglou á leiktíðinni.