Miðvörðurinn Abdukodir Khusanov er genginn í raðir Englandsmeistara Manchester City frá Lens.
Um er að ræða afar spennandi tvítugan leikmann sem kemur frá Úsbekistan og á að baki 18 A-landsleiki fyrir þjóð sína.
Skiptin hafa lengi legið í loftinu, en talað hefur verið um að City greiði um 40 milljónir puda fyrir Khusanov. Hann gerir samning til 2029.
„Ég er svo glaður að hafa skrifað undir hjá félagi sem ég hef lengi notið þess að horfa á. Ég er svo spenntur að vinna með Pep Guardiola, sem er einn besti stjóri sögunnar,“ segir Khusanov við undirskrift.
Khusanov hefur verið á mála hjá Lens í um 18 mánuði, en hann hefur einnig spilað í Hvíta-Rússlandi frá því hann yfirgaf heimalandið 18 ára gamall. Hann er fyrsti Úsbekinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni.
Welcome, Abdukodir 👋 pic.twitter.com/Y6X88GB79O
— Manchester City (@ManCity) January 20, 2025