Umboðsmaður Alejandro Garnacho er á Stamford Bridge, þar sem Chelsea tekur á móti Wolves í leik sem nú stendur yfir í ensku úrvalsdeildinni.
Garnacho er sterklega orðaður frá Manchester United um þessar mundir, en hann hefur einna helst verið orðaður við Napoli.
Chelsea hefur þó einnig verið nefnt til sögunnar sem hugsanlegur áfangastaður argentíska kantmannsins og það er spurning hvort viðvera umboðsmanns hans í London í kvöld sé vísbending um að leikmaðurinn sé að fara þangað.
Garnacho hefur verið inn og út úr liðinu hjá Ruben Amorim, stjóra United.
🚨🏟️ Alejandro Garnacho’s agent, in attendance at Stamford Bridge tonight. pic.twitter.com/pV34dtZ4po
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 20, 2025