fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
433Sport

Þetta er upphæðin sem United þarf að reiða fram fyrir ungstirnið

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 20. janúar 2025 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United þarf að borga um 34 milljónir punda fyrir danska landsliðsmanninn Patrick Dorgu hjá Lecce. Þetta segir Fabrizio Romano.

David Ornstein sagði í morgun að viðræður milli United og Lecce væru farnar af stað. Romano segir þær þó ekki enn orðnar formlegar og að ekkert tilboð hafi komið inn á borð ítalska félagsins.

Sjálfur vill Dorgu, seme er tvítugur, ólmur fara til United. Enska félagið þarf að greiða um 34 milljónir punda fyrir þjónustu hans.

Dorgu er vinstri bakvörður sem einnig getur spilað úti á kanti, en United er einmitt í leit að manni sem getur spilað vinstri vængbakvarðastöðuna í kerfi Ruben Amorim.

Luke Shaw er oftar en ekki meiddur, Tyrell Malacia þykir ekki nógu góður og hefur Diogo Dalot verið að leysa stöðuna, þó ekki með frábærum árangri.

Dorgu, sem er uppalinn hjá Nordsælland í heimalandinu, hefur heillað með Lecce í ítalska boltanum í vetur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Andri og Björn segja Aron flytja falsfréttir – „Ég borgaði mikið“

Andri og Björn segja Aron flytja falsfréttir – „Ég borgaði mikið“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Framtíð Neymar að skýrast – Á leið aftur heim

Framtíð Neymar að skýrast – Á leið aftur heim
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Walker færist nær því að yfirgefa City

Walker færist nær því að yfirgefa City
433Sport
Í gær

Segir það erfitt fyrir hann að vera bróður stórstjörnu

Segir það erfitt fyrir hann að vera bróður stórstjörnu
433Sport
Í gær

Alli gerir samning til 2026

Alli gerir samning til 2026