Manchester United þarf að borga um 34 milljónir punda fyrir danska landsliðsmanninn Patrick Dorgu hjá Lecce. Þetta segir Fabrizio Romano.
David Ornstein sagði í morgun að viðræður milli United og Lecce væru farnar af stað. Romano segir þær þó ekki enn orðnar formlegar og að ekkert tilboð hafi komið inn á borð ítalska félagsins.
Sjálfur vill Dorgu, seme er tvítugur, ólmur fara til United. Enska félagið þarf að greiða um 34 milljónir punda fyrir þjónustu hans.
Dorgu er vinstri bakvörður sem einnig getur spilað úti á kanti, en United er einmitt í leit að manni sem getur spilað vinstri vængbakvarðastöðuna í kerfi Ruben Amorim.
Luke Shaw er oftar en ekki meiddur, Tyrell Malacia þykir ekki nógu góður og hefur Diogo Dalot verið að leysa stöðuna, þó ekki með frábærum árangri.
Dorgu, sem er uppalinn hjá Nordsælland í heimalandinu, hefur heillað með Lecce í ítalska boltanum í vetur.
🚨🔴 Manchester United are set to open formal talks with Lecce for Patrick Dorgu, no bid has been sent so far.
As exclusively revealed two weeks ago, he’s high on list as Kerkez and Nuno Mendes are still too expensive.
ℹ️🇩🇰 Dorgu, 100% keen on move… Lecce want around €40m. pic.twitter.com/LPnFsxeX20
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 20, 2025