fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
433Sport

Salah og stjarna Real Madrid á óskalistanum

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 20. janúar 2025 19:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mohamed Salah hjá Liverpool og Rodrygo hjá Real Madrid eru efstir á óskalista sádiarabíska félagsins Al-Hilal fyrir sumarið.

Það er ítalski blaðamaðurinn Rudy Galetti sem heldur þessu fram, en hann fylgist vel með gangi mála í Sádí.

Neymar er á förum frá Al-Hilal. Líklega fer hann aftur til Santos í Brasilíu en hann hefur einnig verið orðaður við bandaríska liðið Chicago Fire.

Getty Images

Því vill Al-Hilal fá stórstjörnu í hans stað. Salah er nefndur til sögunnar og það ekki í fyrsta sinn. Egyptinn er reglulega orðaður við Sádí.

Salah verður samningslaus hjá Liverpool í sumar og framtíð hans í lausu lofti. Hann hefur verið stórkostlegur á þessari leiktíð og á greinilega nóg eftir í hæsta gæðaflokki.

Rodrygo er hins vegar mikið yngri en Salah, 24 ára gamall og er samningsbundinn Real Madrid til 2028. Það er þó spurning hvort Sádarnir geti freistað Brasilíumannsins og Real Madrid með himinnháum fjárhæðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ganga að verðmiða United – Kaupin gætu klárast í dag

Ganga að verðmiða United – Kaupin gætu klárast í dag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum liðsfélagi ýtir undir fréttirnar af Gyokeres og United

Fyrrum liðsfélagi ýtir undir fréttirnar af Gyokeres og United
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Reiddist mjög út í fréttamann ríkissjónvarpsins – „Frábær leið til að hefja viðtal“

Sjáðu myndbandið: Reiddist mjög út í fréttamann ríkissjónvarpsins – „Frábær leið til að hefja viðtal“
Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Andri og Björn segja Aron flytja falsfréttir – „Ég borgaði mikið“

Andri og Björn segja Aron flytja falsfréttir – „Ég borgaði mikið“
433Sport
Í gær

Sló í gegn með þessum myndum á Íslandi – Flytur nú leiðinleg tíðindi

Sló í gegn með þessum myndum á Íslandi – Flytur nú leiðinleg tíðindi
433Sport
Í gær

Talið að Svíinn eftirsótti endi í Manchester

Talið að Svíinn eftirsótti endi í Manchester