Sölvi var aðstoðarmaður Arnars en lengi var vitað að hann myndi taka við af honum fyrr eða síðar. Það raungerðist svo þegar Arnar tók við stöðu þjálfara karlalandsliðsins á dögunum.
„Hann er ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja. Við áttum virkilega góða tíma saman, góðar minningar sem við deilum með hvorum öðrum,“ sagði Sölvi við 433.is í dag.
„Ég kveð hann með söknuði og stolti. Það er gaman að sjá hann taka við landsliðinu. Ég veit hvað þetta er mikilvægt og stórt fyrir hann. Ég samgleðst honum alveg í botn.
Hann er akkúrat púslið til að ná árangri þarna. Ég þekki líka til teymisins í landsliðinu og fannst mjög mikilvægt að hann fengi þetta teymi áfram. Þeir eru allir mjög færir og ég er mjög bjartsýnn fyrir framhaldið hjá landsliðinu,“ sagði Sölvi enn fremur, en hann starfaði einmitt í teymi Age Hareide sem sérfræðingur í föstum leikatriðum.
Ítarlegt viðtal við Sölva má finna í spilaranum.