Þýska stórveldið Dortmund er líklegast til að landa Marcus Rashford í janúar ef marka má blaðið BILD þar í landi.
Rashford er á förum frá Manchester United þar sem stjórinn Ruben Amorim sér engin not fyrir hann.
Hefur enski sóknarmaðurinn til að mynda verið orðaður við AC Milan einnig en svo virðist sem Dortmund sé líklegasta lendingin. Færi hann þangað á láni, til að byrja með hið minnsta.
BILD segir enn fremur að Dortmund búi sig undir að tilkynna Rashford á fimmtudag þar sem liðið vill spila honum gegn Werder Bremen strax á laugardag.
Dortmund, sem hefur verið í vandræðum í þýsku deildinni á leiktíðinni og er um miðja deild, mun greiða hluta lana Rashford á meðan lánsdvölinni stendur.