Ekkert er enn í höfn varðandi framtíð Alejandro Garnacho hjá Manchester United.
Hinn tvítugi Garnacho hefur verið orðaður frá United undanfarnar vikur, en hann er inn og út úr liðinu hjá Ruben Amorim. Napoli hefur einna helst verið nefnt til sögunnar en einnig Chelsea.
Fyrr í dag sagði ítalski miðillinn Corriere dello Sport að Napoli væri nú klárt í að ganga að 50 milljóna punda verðmiða United og að ítalska félagið gæti klárað kaupin á allra næstunni.
Miðað við færslu Fabrizio Romano virðast hlutirnir hins vegar ekki alveg ganga svo hratt fyrir sig. Hann segir þó að Napoli sé á fullu að reyna að fá Garnacho og að Antonio Conte, stjóri liðsins, hafi hringt í argentíska kantmanninn á föstudag.
Þá segir Romano að Chelsea fylgist enn með gangi mála, en félagið setti sig í samband við United vegna Garnacho á dögunum.
🚨🇦🇷 Alejandro Garnacho situation remains open, doors are not closed ahead of final two weeks.
Napoli keep pushing with Antonio Conte who had direct call with Garnacho on Friday.
Chelsea made direct contact with Man United to ask for conditions, with more talks expected soon. pic.twitter.com/TJ6qXyqxif
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 20, 2025