West Ham bauð í dag 57 milljónir punda í Jhon Duran, framherja Aston Villa. Frá þessu segja helstu miðlar.
Það er ekki talið líklegt að Villa samþykki tilboðið. Félagið vill helst ekki selja Kólumbíumanninn en talið er að hann sé fáanlegur fyrir 70 milljónir punda.
Duran er með samning til 2030 á Villa Park en nýr stjóri West Ham, Graham Potter, er mikill aðdáandi leikmannsins og freistar þess að fá hann til sín. Þá reyndu Hamrarnir einnig við Duran í sumar.
Duran hefur skorað 12 mörk í öllum keppnum með Villa í vetur þrátt fyrir að koma yfirleitt inn af bekknum. Hann gekk í raðir félagsins í janúar 2023 frá Chicago Fire í Bandaríkjunum.