Omar Marmoush er á barmi þess að ganga í raðir Englandsmeistara Manchester City frá Frankfurt í Þýskalandi.
Marmoush er 25 ára gamall Egypti sem getur leyst allar stöðurnar fremst á vellinum. City vantar einn slíkan inn í sinn hóp, sérstaklega eftir brottför Julian Alvarez í sumar.
Marmoush er kominn með 15 mörk og 10 stoðendingar í þýsku úrvalsdeildinni í vetur.
Samkvæmt Sky í Þýskalandi flýgur Marmoush til Englands á morgun og mun hann í kjölfarið hefja læknisskoðun.
Það er svo búist við því að kaupin, upp á rúmar 63 milljónir punda, gangi formlega í gegn á miðvikudag.