Manchester United fór inn í nýja árið í 14. sæti, 7 stigum fyrir ofan fallsvæðið. Nokkur lið hafa farið inn í nýtt ár á þessum stað og fallið.
Hin afar vinsæla tölfræðiveita OptaJoe vekur athygli á þessu, en Newcastle (2009), Burnley (2010), Norwich (2014) og Leeds (2023, hafa öll fallið eftir að hafa verið í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnra um áramót.
Það verður að teljast ansi ólíklegt að það sama eigi sér stað hjá United og ofangreindum liðum. Það virðist þó ætla að verða ansi erfitt fyrir nýja stjórann Ruben Amorim að snúa hörmulegu gengi liðsins við.
14 – In Premier League history, four teams who were 14th at the turn of a year have then been relegated (Newcastle in 2008-09, Burnley in 2009-10, Norwich in 2013-14 and Leeds in 2022-23). Warning. pic.twitter.com/gwNqMLldR4
— OptaJoe (@OptaJoe) December 30, 2024