fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025
433Sport

Víðir furðar sig á umræðunni – „Hvers eiga Albert og Sigurður að gjalda?“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 2. janúar 2025 11:30

Mynd: Daníel Rúnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víðir Sigurðsson, blaðamaðurinn geðþekki á Morgunblaðinu, furðar sig á umræðu í kringum Íslendinga sem spilað hafa í efstu deild Englands undanfarið, í kjölfar þess að Hákon Rafn Valdimarsson bættist í þann hóp á dögunum.

Ástæðan er sú hversu mikið er lagt upp úr því hverjir hafa spilað í úrvalsdeildinni eftir að nafninu var breytt úr 1. deild árið 1992. Alls hafa 21 Íslendingur spilað í efstu deild Englands en 19 ef aðeins er talið frá nafnabreytingunni.

Albert Guðmundsson, eldri.

„Hvers eiga Albert Guðmundsson og Sigurður Jónsson, tveir af betri knattspyrnumönnum Íslandssögunnar, að gjalda?“ spyr Víðir í pistli í Morgunblaðinu. Albert og Sigurður léku með Arsenal á sínum tíma og Sigurður einnig með Sheffield Wednesday.

„En samkvæmt allri „nútíma“ tölfræði væru þeir ekki taldir með. Þeir léku í deildinni áður en henni var breytt úr 1. deild í úrvalsdeild árið 1992. Enskir fjölmiðlar og fótboltatölfræðingar eru nánast búnir að búa þannig um hnútana að þeir sem yngri eru halda að fótboltinn á Englandi hafi hafist fyrir 32 árum. Þess vegna varð einhverjum á að segja að nítján Íslendingar en ekki 21 hefðu spilað í deildinni þegar Hákon Rafn markvörður Brentford bættist í hópinn á föstudaginn,“ skrifar Víðir, en Hákon er á mála hjá Brentford og kom inn á vegna meiðsla Mark Flekken á dögunum.

Sigurður Jónsson. Mynd: Vilhelm Gunnarsson

„Frá stofnun úrvalsdeildarinnar“ fylgdi með en það hefði átt að vera óþarfi. Deildin sem Albert lék í árið 1946 og Sigurður frá 1985 var efsta deild Englands. Það er óþarfi að setja þá í sviga. Þetta er svipað og við tækjum okkur til og miðuðum allan íslenskan fótbolta við árið 1997. Allt sem gerðist fram að því væri ekki talið með í tölfræði dagsins í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Salah kom mörgum á óvart með þessu svari – ,,Við erum mjög góðir vinir“

Salah kom mörgum á óvart með þessu svari – ,,Við erum mjög góðir vinir“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Launin hjá félaginu vekja mikla athygli – Einn maður langefstur á toppnum

Launin hjá félaginu vekja mikla athygli – Einn maður langefstur á toppnum
433Sport
Í gær

Áhyggjufull eftir að eiginmaðurinn var rekinn: Vinnan heldur honum frá vandræðum – ,,Hún var svo vongóð“

Áhyggjufull eftir að eiginmaðurinn var rekinn: Vinnan heldur honum frá vandræðum – ,,Hún var svo vongóð“
433Sport
Í gær

Ætlar að leita annað ef hann missir sætið í liðinu: ,,Það sem skiptir máli er völlurinn“

Ætlar að leita annað ef hann missir sætið í liðinu: ,,Það sem skiptir máli er völlurinn“
433Sport
Í gær

United tekur ákvörðun varðandi Maguire – Amorim segir hann þurfa að bæta þetta

United tekur ákvörðun varðandi Maguire – Amorim segir hann þurfa að bæta þetta
433Sport
Í gær

Guardiola: „Þetta kemur mér ekki við“

Guardiola: „Þetta kemur mér ekki við“