Kyle Walker, bakvörður Englandsmeistara Manchester City, er orðaður við félög í Sádi-Arabíu í dag.
Walker hefur lengi vel verið einn fremsti bakvörður heims en það virðist vera að hægjast vel á þessum 34 ára gamla leikmanni.
Hann hefur verið orðaður burt og segir The Sun að Al-Nassr, Al-Ahli og Al-Ittihad, öll stórið í Sádí, hafi mikinn áhuga á leikmanninum.
Gætu skiptin átt sér stað bæði í janúra og næsta sumar, en City er til í að selja Walker fyrir rétt verð samkvæmt fréttum.
Walker hefur verið hjá City síðan 2017 og samningur hans rennur út eftir næstu leiktíð.