Hannibel Mejbri, leikmaður Burnley, fékk beint rautt spjald fyrir ljótt brot í markalausu jafntefli gegn Stoke í ensku B-deildinni í gær.
Mejbri, sem gekk í raðir Burnley frá Manchester United fyrir leiktíðina, fékk rauða spjaldið seint í leiknum fyrir brot á Junior Tchamadeu. Eftir að sá síðarnefndi féll til jarðar traðkaði Mejbri ofan á honum viljandi.
Dómari leiksins var ekki lengi að taka ákvörðun og er því nú velt upp hvort Mejbri hljóti langt bann fyrir brot sitt.
Mejbri hefur fengið að heyra það á samfélagsmiðlum í kjölfar brotsins, sem sjá má hér.