Það vakti mikla athygli þegar Pamela Anderson, leikkona með meiru, og knattspyrnumaðurinn Adil Rami byrjuðu saman árið 2017.
18 ára aldursmunur er á þeim en Anderson er í dag 57 ára, Rami 37 ára. Mikið var fjallað um samband þeirra sem endaði á stormasaman hátt og vandaði hún honum ekki kveðjurnar.
Fyrrum liðsfélagi Rami, Aleksandr Kokorin, segir þó að á meðan sambandinu stóð hafi þau allavega verið mjög virk í rúminu.
„Rami sagði okkur margt áhugavert um Pamelu Anderson. Allir vildu vita hvernig hún væri í rúminu og hann sagði hana þá bestu sem hann hafði verið með í lífi sínu. Þau stunduðu kynlíf 12 sinnum á kvöldi,“ rifjar Kokorin upp, en þeir léku saman hjá rússneska liðinu Sochi.
Rami lagði skóna á hilluna 2023, þá leikmaður Troyes. Hann spilaði fyrir lið á borð við AC Milan, Sevilla og Valencia á ferlinum, auk þess að eiga 36 A-landsleiki að baki fyrir Frakklands hönd.