Ofurtölva á vegum veðmálafyrirtækisins BoyleSports hefur stokkað spil sín og spáð fyrir um lokaniðurstöðu ensku úrvalsdeildarinnar.
Það þarf ekki að koma neinum á óvart miðað við stöðuna í deildinni í dag að Liverpool er spáð efsta sætinu og að liðið ljúki keppni 4 stigum á undan Arsenal í öðru sætinu.
Samkvæmt ofurtölvunni hafna Chelsea og Manchester City einnig í Meistaradeildarsæti og hugsanlega Newcastle, það fer eftir hvað England fær mörg sæti í keppninni á næstu leiktíð.
Manchester United mun ekki rétta úr kútnum samkvæmt ofurtölvunni. Liðið situr í 14. sæti sem stendur og mun hafna í 13. sæti samkvæmt henni.
Yrði það versti árangur United í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og mun félagið jafnframt setja met yfir tapaða leiki á einni leiktíð. Samkvæmt tölvunni mun liðið tapa 16 leikjum en metið sem stendur er 14 töp á einni leiktíð.
Nýliðum Leicester, Ipswich og Southampton er spáð falli í ofurtölvunni, en niðustöðuna í heild má sjá hér að neðan.