Liverpool hefur augastað á tveimur sóknarmönnum í ensku úrvalsdeildinni samkvæmt frétt Sky Sports.
Liverpool er með 6 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir frábæra leiktíð til þessa en skoðar þó að styrkja hóp sinn enn frekar.
Eru Bryan Mbuemo hjá Brentford og Antoine Semenyo hjá Bournemouth nú nefndir til sögunnar í því samhengi.
Hinn 25 ára gamli Mbuemo er eiga eiga frábært tímabil og er kominn með 11 mörk í 19 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Er hann algjör lykilmaður fyrir Brentford og gildir samningur hans út næstu leiktíð.
Semenyo er 25 ára gamall og kominn með 5 mörk í deildinni það sem af er. Hann er samningsbundinn Bournemouth lengi eða til 2029.