Drög að niðurröðun leikja í Bestu deild karla, Bestu deild kvenna, Lengjudeild karla, Lengjudeild kvenna og Meistarakeppni kvenna og karla hefur verið birt á vef KSÍ. Leikdagar í Mjólkurbikar karla og kvenna hafa einnig verið birtir.
Besta deild karla hefst í Kópavoginum 5. apríl þar sem ríkjandi meistarar í Breiðabliki taka á móti nýliðum Aftureldingar í opnunarleik.
1. umferð Bestu deildar karla: Breiðablik-Afturelding (laugardagur), Valur-Vestri (sunnudagur), KA-KR (sunnudagur), Fram-ÍA (sunnudagur), Víkingur-ÍBV (mánudagur), Stjarnan-FH (mánudagur)
Í Bestu deild kvenna mætast meistararnir í Breiðablik og Stjarnan annars vegar og Þróttur og Fram hins vegar í fyrstu leikjum 15. apríl.
1. umferð Bestu deildar kvenna: Breiðablik-Stjarnan (þriðjudagur), Þróttur-Fram (þriðjudagur), Tindastóll-FHL (miðvikudagur), Víkingur-Þór/KA (miðvikudagur), Valur-FH (miðvikudagur)
Mjólkurbikarinn
Gert er ráð fyrir að úrslitaleikir Mjólkurbikarsins verði í ágúst. Úrslitaleikur kvenna verði laugardaginn 16. ágúst og úrslitaleikur karla verði föstudaginn 23. ágúst (til vara 19. september). Keppni í Mjólkurbikar karla hefst í lok mars og keppni í Mjólkurbikar kvenna hefst í um miðjan apríl.
Besta deild karla
Besta deild karla hefst laugardaginn 5. apríl og lýkur laugardaginn 25. október. Opnunarleikur mótsins verður Breiðablik – Afturelding.
Besta deild kvenna
Besta deild kvenna hefst þriðjudaginn 15. apríl og lýkur laugardaginn 18. október. Opnunarleikur mótsins verður Breiðablik – Stjarnan.
Lengjudeildirnar
Keppni Lengjudeildanna hefst í byrjun maí. Keppni kvenna lýkur fimmtudaginn 4. september. Keppni karla lýkur laugardaginn 27. september með úrslitaleik á Laugardalsvelli um laust sæti í Bestu deild karla að ári.
2., 3., og 4. deild karla
Drög að leikdögum í 2., 3. og 4. deild karla verður birt 3. janúar.
Önnur mót meistaraflokka
Niðurröðun leikja í 2. deild kvenna, 5. deild karla og Utandeild karla er í vinnslu og verður birt um miðjan janúar.