Stórlið á Englandi og annars staðar geta gleymt því að fá til sín sóknarmanninn öfluga Bryan Mbuemo í janúar.
Þetta segir Thomas Frank, stjóri Brentford, en Mbuemo er einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins.
Mbuemo er samningsbundinn Brentford til ársins 2026 og gæti verið til sölu næsta sumar fyrir rétt verð næsta sumar.
Hann er hins vegar ekki fáanlegur í janáur að sögn Frank sem óskar liðum einfaldlega góðs gengis að reyna.
,,Í janúarglugganum? Ég segi bara gangi ykkur vel. Við elskum Bryan,“ sagði Frank.
,,Hann elskar að spila hérna. Hann hefur átt stórkostlegt tímabil svo það er ekkert sem mun gerast í janúar.“