Paris Saint-Germain hefur þegar boðið Mohamed Salah, stjörnu Liverpool, risasamning. Franski fjölmiðlamaðurinn Romain Collet Guadin, sem er nokkuð stór í bransanum þar í landi, heldur þessu fram.
Samningur Salah við Liverpool er að renna út eftir leiktíðina og standa viðræður við hann yfir. Egyptinn er að eiga stórkostlegt tímabil og vilja því eðlilega allir hjá Liverpool halda honum.
Önnur félög geta þó nú rætt við Salah um að fá hann frítt næsta sumar og er PSG sagt hafa boðið þessum 32 ára gamla leikmanni þriggja ára samning með 500 þúsund evrur í laun vikulega.
Guadin segir samningsboð Liverpool til Salah hjóða upp á 400 þúsund evrur og tveggja ára framlengingu.