Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins, var á meðal fjórtán Íslendinga sem sæmdir voru heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag.
Glódís hefur átt frábæran feril og stóð sig einkar vel á síðasta ári. Var þessi frábæri miðvörður Bayern Munchen til að mynda tilnefnd til virtu Ballon d’Or verðlaunanna og hafnaði þar í 22.sæti, sú besta í heimi í sinni stöðu.
Í umsögn um orðuveitinguna segir „Glódís Perla Viggósdóttir knattspyrnukona, riddarakross fyrir afreksárangur í knattspyrnu“.