Dortmund hafnaði fyrsta tilboði Aston Villa í Donyell Malen í dag. Nýtt tilboð hefur þegar borist.
Fyrsta tilboð Villa hljóðaði upp á 16 milljónir vera, auk bónusgreiðslna síðar meir. Var því hafnað en nýtt tilboð upp á 18 milljónir evra, sem gæti enn hækkað, hefur verið lagt fram.
Dortmund er sagt vilja 20 milljónir evra fyrirfram fyrir hollenska kantmanninn.
Malen, sem var í yngri liðum Arsenal á sínum tíma, er ekki fastamaður í byrjunarliði Dortmund og vill fara. Samningur í Þýskalandi gildir út næstu leiktíð.