Mikel Arteta, stjóri Arsenal, útilokar ekki að félagið muni kaupa inn leikmenn í janúarglugganum.
Arsenal er að berjast um titilinn við Liverpool en er sex stigum á eftir toppliðinu sem á leik til góða.
Arsenal vann góðan útisigur á Brentford í gær, 3-1, og gæti mögulega þurft að styrkja sig í glugganum ef félagið vill ekki missa af titlinum.
,,Við skulum sjá til. Ef við fáum tækifæri til þess þá munum við skoða hana,“ sagði Arteta.