Þrátt fyrir að Liverpool gangi frábærlega á þessari leiktíð, sé efst í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni, er mikið talað um framtíð lykilmanna félagsins utan vallar.
Trent Alexander-Arnold er til að mynda sterklega orðaður við Real Madrid, sem er að reyna að fá hann þessa dagana. Á gamlársdag greindi The Times frá því að spænska stórliðið hafi boðið 20 milljónir punda til að fá Trent strax í janúar en því var hafnað. Reynir félagið því sennilega að fá hann til að semja um að koma frítt næsta sumar, en samningur hans er að renna út.
Þá er framtíð lykilmanna eins og Mohamed Salah, sem er að eiga stórkostlegt tímabil, og Virgil van Dijk, einnig í óvissu. Samningar beggja leikmanna renna út eftir leiktíðina eins og hjá Trent.
Nú segir spænski miðillinn Sport svo að enn einn lykilmaðurinn gæti farið í sumar því Barcelona hefur mikinn áhuga á Luis Diaz. Heldur blaðið því fram að Kólumbíumaðurinn vilji betri kjör á Anfield. Félagið er rólegt þar sem samningur hans rennur ekki út fyrr en 2027.
Börsungar sjá Diaz sem fullkominn kost í sóknarlínu sína og er Deco, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, jafnframt sagður mikill áðdáandi leikmannsins.