Því er haldið fram í enska miðlinum Daily Star í dag að Ruben Amorim, stjóri United, hafi sett þá kröfu að félagið sæki framherjann Viktor Gyökeres í þessum mánuði.
Amorim tók við United síðla hausts en hefur ekki tekist að snúa hörmungum liðsins við. United situr í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Hann er sagður á eftir hinum sjóðheita Gyökeres, sem lék undir hans stjórn hjá Sporting.
Portúgalska félagið vill fá 80 milljónir punda fyrir að selja Gyökeres í þessum mánuði. Það gæti reynst erfitt vegna fjárhagsstöðu United, en Amorim sjálfur hefur sagt að félagið þurfi að selja til að eiga efni á nýjum mönnum.