Ruben Amorim var enn á ný spurður út í Marcus Rashford eftir 1-3 tap gegn Brighton í dag.
Rashford er algjörlega úti í kuldanum undir stjórn Amorim á Old Trafford og má hann fara annað. Hefur hann verið orðaður víða.
„Sama hvað þá er ég ekki að fara að spila leikmanni sem ég tel ekki henta þessu liði,“ sagði Amorim í dag, eftir að hafa skilið Rashford eftir utan hóps enn einu sinni.
„Það þýðir ekki að ræða Marcus núna því hann er ekki að spila,“ sagði Portúgalinn enn fremur, en hann er greinilega orðinn þreyttur á að ræða Rashford.