Viktor Gyokeres endar líklega hjá Manchester United næsta sumar samkvæmt breska miðlinum The Independent.
Gyokeres að eiga ótrúlegt tímabil, líkt og í fyrra, og er hann kominn með 29 mörk í 25 leikjum með Sporting í portúgölsku deildinni.
Sænski framherjinn hefur verið orðaður við stærri lið, þar á meðal Arsenal og Barcelona, en samkvæmt þessum fréttum er Old Trafford líklegasti áfangastaðurinn.
Hjá United eru menn vongóðir um að landa Gyokeres þrátt fyrir áhuga víða. Þá á leikmaðurinn að vera mjög spenntur fyrir því að endurnýja kynnin við Ruben Amorim, stjóra United sem hann vann áður með hjá Sporting.