Jade Lebouf, dóttir Chelsea-goðsagnarinnar Frank Leboeuf, er mikið í fréttum þessa dagana. Vakti hún athygli hér á landi á dögunum en nú hefur hún staðfest að hún sé að skilja við eiginmann sinn, Stephane Rodrigues.
„Eftir níu ár af ást, skilningi og fallegum minningum höfum við Steph ákveðið að fara í sitt hvora áttina. Þessi ákvörðun er tekin í sameiningu og af mikilli virðingu. Við viljum halda sambandinu góðu fyrir okkur og son okkar,“ segir Jade meðal annars í tilkynningu sinni.
Jade var stödd hér á landi fyrr í mánuðinum. Þar sló hún í gegn er hún klæddist nærfötunum einum saman í snjónum og kuldanum á Íslandi.
Frank Leboeuf er 56 ára gamall og lék með Chelsea frá 1996 til 2001. Hann spilaði þá 50 A-landsleiki fyrir hönd Frakklands.